Vilt þú fara til Svíþjóðar í byrjun október á doktors- og meistaranemakúrs um þörf, möguleika og aðferðir til að auka viðarvöxt og kolefnisbindingu á skógræktarsvæðum?

Norræna samstarfsverkefnið um háskólakennslu í skóg- og landbúnaðarvistfræði ?Carbon Dynamics in Managed Terrestrial Ecosystems? auglýsir hér með eftir umsóknum í fjórða Norræna/Baltneska framhaldsnemakúrsinn sem það stendur fyrir. Alls hafa átta íslenskir námsmenn tekið þátt í fyrri kúrsum þessa háskólasamstarfs. Kúrsinn heitir: ?Demands, Possibilities, and Consequences of Increased Forest Production? og felthluti hans verður í Umeå í Svíþjóð frá 3. til 13. október 2005.

Kennarar á kúrsinum verður valinn hópur prófessora frá öllum Norðurlöndunum, Eistlandi, Skotlandi og Ausurríki.

Doktorsnemar hafa forgang, en mastersnemar og ?ungir og efnilegir? starfandi vísindamenn svo. Umsóknafrestur rennur út þann 1. september 2005.

Upphihald og aðstaða í Svíþjóð er að fullu greitt. Hægt er að sækja um styrk frá verkefninu fyrir öllum ferðakostnaði til að komast á kúrsinn. Að minnsta kosti tveir íslenskir námsmenn munu fá fullan styrk.

Nánari upplýsingar veitir íslenski skipuleggjandi þessa ?Norræna háskóla?, Bjarni Diðrik Sigurðsson, skógvistfræðingur og prófessor í skógfræði og landgræðslu við LBHÍ. Sími: 8936537 ? netfang: bjarni@skogur.is eða bjarni@lbhi.is - Nánari upplýsingar og skráningarblað verður birt fljótlega á síðunni http://www-carbonsweden.slu.se/norfa/aktiv/2005/programme.html

 

 

Mynd. Fyrsti kúrsinn sem norræna háskólasamstarfið stóð að var haldinn á Íslandi (Reykjavík og Hallormsstað) haustið 2003. Sá kúrs fjallaði um áhrif nýskógræktar á kolefnisbindingu og líffræðilegan fjölbreytileika. Á myndinni má sjá nemendur og kennara á góðri stundu á Hallormsstað