Hvernig er hægt að auka gæði moldarinnar og hvernig kemur safnhaugagerð og endurnýting næringarefna þar við sögu? Um þetta fjallar Úlfur Óskarsson, skógfræðingur og lektor, á námskeiði Endurmenntunar LbhÍ sem fram fer á laugardag á Reykjum í Ölfusi. 

Á námskeiðinu er fjallað um eiginleika íslenskra jarðvegsgerða með tilliti til ræktunar, trjágróðurs og matjurta. Fjallað er um hvernig hægt er að auka gæði moldarinnar og hvernig safnhaugagerð og endurnýting næringarefna kemur þar við sögu. Einnig er fjallað um garðmold og ýmsar moldarblöndur fyrir ræktun í pottum.

Hluti námskeiðsins er verkleg sýnikennsla þar sem þátttakendur skoða og þreifa á mismunandi jarðvegi og íblöndunarefnum. Kennt er hvernig búa má til sína eigin pottamold.

  • Kennari: Úlfur Óskarsson, lektor við LbhÍ
  • Tími: Laugardagurinn 26. mars kl. 9-14
  • Staður: Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi
  • Verð: 31.000 kr. (Námsgögn, kennsla, kaffi og hádegismatur innifalið í verði)
  • Hagnýtar upplýsingar: Flest stéttarfélög styrkja félagsmenn sína til að sækja námskeið eða nám.

Nánar

 Frétt: Pétur Halldórsson