Gróðursetning á Héraði hefur gengið ágætlega fyrir sig þetta vorið. Tíðin hefur verið góð og er mikill vöxtur í plöntum, þá sérlega í furunni. Þó ber nokkuð á frostskemmdum í plöntum sem fóru út í landið fyrir uppstigningadag (20. maí), en frostið fór þá nótt niður í u.þ.b. ? 6 °C gráður.

Rúmlega 800 þúsund plöntur eru farnar út frá Barra og Sólskógum.  Frá Barra hafa farið út yfir 300 þúsund Rússalerki (Larix sukaczewii), 185 þúsund Greni (Picea), 60 þúsund Birki (Betula) og 100 þúsund Stafafurur (Pinus contorta).  Frá Sólskógum eru farnar út yfir 100 þúsund plöntur og er stærsti hlutinn Alaskaösp (Populus trichocarpa).

Reiknað er með að gróðursetningu ljúki 4. júlí.