Árið sem nú er nýhafið er alþjóðlegt ár plöntuheilsu hjá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Á elleftu stundu vill stofnunin freista þess að vekja athygli heimsbyggðarinnar á því hversu mikilvægur gróður jarðar er fyrir tilveru fólks á jörðinni. Stofnunin varar við hættunni af flutningi plantna og plöntuafurða milli landa og skorar á yfirvöld í löndum heims að efla fræðslu um plöntuheilsu og mikilvægi plantna fyrir mannkynið.
Alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences birti nýlega tvær nýjar vísindagreinar. Annars vegar er fjallað um úrkomu, afrennsli og tap af næringarefnum af mýratúnum á Hvanneyri en hin greinin fjallar um niðurstöður sem benda til þess að áburður jafni skammtímaáhrif sauðfjárbeitar á hálendi Íslands.
Birt hefur verið á vef Skógræktarinnar lýsing fyrir gerð landsáætlunar í skógrækt. Óskað er eftir athugsemdum við lýsinguna.
Árlegi jólamarkaðurinn Jólakötturinn verður á Valgerðarstöðum í Fellum á Héraði laugardaginn 14. desember. Þar verða um sextíu seljendur með ýmsan varning, þar á meðal Skógræktin. Starfsfólk skógarvarðarins á Hallormsstað fellir um 600 jólatré að þessu sinni og torgtré þaðan skreyta nú þéttbýlisstaði allt frá Höfn í Hornafirði til Þórshafnar á Langanesi. En veggtré njóta líka vaxandi vinsælda á Egilsstöðum. Hvað er nú það?
Skógræktin hefur hrundið af stað verkefni sem kallast Skógarkolefni. Með því er ætlunin að koma á fót viðurkenndu ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Þar með verður í fyrsta sinn á Íslandi hægt að versla með vottaðar einingar kolefnis sem bundið er með nýskógrækt. Ein eining sam­svarar einu tonni af koltvísýringi. Stefnt er að því að fyrstu einingarnar verði skráðar á næsta ári.