Verkefnisstjórn um gerð landsáætlunar í skógrækt hefur tekið saman drög að lýsingu þar sem gerð er grein fyrir þeim áherslum sem fyrirhugað er að hafa við gerð áætlunarinnar, svo sem um forsendur, viðfangsefni og fyrirhugaða kynningu og samráð við mótun áætlunarinnar. Frestur til að skila umsögnum um drögin rennur út 31. janúar.
Aðeins þarf tuttugu sentímetra þykkan ís á stöðuvatni til að hann beri venjulegan fólksbíl. En hvað með fullfermdan timburbíl? Í Finnlandi nýta menn vetrarhörkur til að ná í timbur út í eyjar á finnsku vötnunum. Búnar eru til ísbrýr sem geta borið mikinn þunga en þetta krefst kunnáttu og að varlega sé farið.
Rannsóknir og aðferðir í skógarvistfræði eru viðfangsefni áhugaverðrar ráðstefnu sem haldin verður í Kórnik í Póllandi dagana 18.-20. maí í vor. Í vinnusmiðjum verður fjallað um svepprótasmit, vefjarækt eða fjölgun plantna í glösum, stofnerfðafræði skógartrjáa og greiningu trjákenndra plöntutegunda.
SNS auglýsir eftir umsóknum um námsstyrki til að efla samskipti og þekkingarmiðlun milli fólks á Norðurlöndum sem starfar eða stundar nám á sviði skógvísinda. Umsóknarfrestur rennur út 15. febrúar.
Fagráðstefna skógræktar 2020 verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Auglýst er eftir erindum og veggspjöldum á ráðstefnuna.