Símenntun LbhÍ stendur í samstarfi við Brunavarnir Árnessýslu, Skógræktina og Verkís fyrir námskeiði 3. apríl að Reykjum í Ölfusi um forvarnir gegn gróðureldum. Þar verður m.a. kynntur upplýsingavefurinn grodureldar.is.
Fjórum námskeiðum er nú lokið í námskeiðaröðinni Loftslagsvænn landbúnaður sem fram fer um þessar mundir í öllum landshlutum. Góðar umræður hafa skapast á námskeiðunum og fólk er áhugasamt um málefnið. Sauðfjárbændur sem lokið hafa námskeiðinu geta sótt um formlega þátttöku í samnefndu verkefni.
Skógræktin óskar að ráða áhugasaman og duglegan starfsmann til aðstoðar sérfræðingum stofnunarinnar við rannsóknastörf sumarið 2020. Í boði er fjölbreytt og lærdómsríkt starf með ferðalögum um landið. Starfið hentar ekki síst nemum í náttúruvísindum. Starfstöð starfsmannsins verður á Mógilsá undir Esjuhlíðum.
Allar starfstöðvar Skógræktarinnar hafa nú fengið viðurkenningu fyrir að stíga annað Græna skrefið. Stofnunin stefnir ótrauð áfram og næst þriðja skrefið vonandi á næstu misserum. Frá þessu er sagt á vefnum graenskref.is.
Sett hefur verið upp vefþula á vef Skógræktarinnar sem gerir fólki kleift að láta lesa fyrir sig það efni sem þar er að finna. Jafnframt geta notendur sem erfitt eiga með að skoða vefi í hefðbundnu útliti notað eigin stillingar á litamun og fleiri atriðum.