Fyrsta tréð í svokölluðum skírnarskógum þjóðkirkjunnar verður gróðursett í haust. Skógar þessir verða ræktaðir á kirkjujörðum víða um land og verkefnið er hluti af Grænu kirkjunni, umhverfisverkefni þjóðkirkjunnar.
Notkun á íslensku timbri er orðin snar þáttur í starfi sjálfboðaliðanna sem starfa á Þórsmörk og nágrenni á sumrin undir merkjum Thórsmörk Trail Volunteers. Vandaðar tröppur koma í veg fyrir gróður- og jarðvegseyðingu og auka þægindi göngufólks.
Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt í gær námskeið fyrir starfsmenn sína um „skógaruppeldislega nálgun“ í uppsetningu á þátttökustöðvum á viðburðum. Nú er afmælisár hjá félaginu og sérstök áhersla lögð á þátttöku barna og fjölskyldufólks í starfinu.
Fagráðstefna skógræktar 2020 verður haldin á Hótel Geysi í Haukadal 18.-19. mars með þátttöku Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Afurða- og markaðsmál verða meginviðfangsefni eða þema ráðstefnunnar að þessu sinni undir yfirskriftinni „Grænir sprotar og nýsköpun“. Skráning er nú hafin á vef Skógræktarinnar.
„Það er ótrúlegt að við skulum ekki gera meira af því að rækta tré,“ segir bóndinn á Skíðbakka í Austur-Landeyjum sem þakkar miklum trjágróðri og skjólbeltum á jörð sinni að ekki skyldi verða meira tjón þar í óveðrinu sem gekk yfir landið á föstudag. Aukið skóglendi hefur líka breytt veðurfari á höfuðborgarsvæðinu á undanförnum áratugum og vafalaust víðar í þéttbýli hérlendis.