Með skemmtilegum vísum um trjáknús og fleira óskar Skógræktin öllum landsmönnum gleðilegra páska og góðrar ferðar innanhúss. Óhætt er þó að fara út að viðra sig, til dæmis í skógum í nágrenni sínu. Þar má auðvitað líka knúsa tré.
Afar lítið lerkifræ er nú fáanlegt frá þeim finnsku frægörðum sem útvegað hafa slíkt fræ til skógræktar á Íslandi. Það fræ sem fæst á þessu vori dugar aðeins til að framleiða um 80.000 plöntur til afhendingar árið 2021. Jafnvel þótt eitthvað verði til af fræi af lerkiblerkiblendingnum 'Hrym' sem Skógræktin framleiðir sjálf er ljóst að mun minna lerki verður á boðstólum en verið hefur undanfarin ár. Ýmis ráð eru þó til við vandanum.
Sveitarfélögin bera mikla ábyrgð og eru í lykilhlutverki hvað varðar að setja sér markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og aukna bindingu kolefnis. Ein mikilvægasta leiðin til að binda kolefni er skógrækt. Um þetta er fjallað í nýjasta tölublaði Sveitarstjórnarmála.
Bæklingurinn Fræðsluefni um skógrækt er nú kominn út í nýrri og endurbættri útgáfu. Í honum er að finna helstu atriði sem fólk þarf að þekkja áður en hafist er handa við skógrækt.
Á fundi umhverfisnefndar Seyðisfjarðarkaupstaðar 30. mars var tekið vel í erindi Frá Skógræktarfélagi Seyðisfjarðar um áframhaldandi samstarf og endurskoðun á mörkum þeirra svæða sem félagið hefur til gróðursetningar.