Góður hljómur er í rafmagnsgítar sem Snorri Páll Jóhannsson, skógarhöggsmaður hjá Skógræktinni á Hallormsstað, hefur smíðað. Viðinn í gripinn fékk hann úr stafafuru sem brotnaði ofan af í óveðri fyrir fáeinum árum.
Efnilegt birkitré var gróðursett í gær til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, á níræðisafmæli hennar. Hvatning Skógræktarinnar til fólks að knúsa tré vekur nú athygli fjölmiðla um allar álfur.
Skógræktin óskar Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, innilega til hamingju með níræðisafmælið í dag og þakkar mikilvægt framlag hennar til eflingar skógrækt á Íslandi.
Markmið verkefnisins Loftslagsvænni landbúnaður er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna landbúnaðar og landnýtingar og auka kolefnisbindingu í jarðvegi og gróðri. Í byrjun mars var undirritaður samningur um þetta samstarfsverkefni stjórn­valda, Ráðgjafarmiðstöðvar land­búnaðar­ins (RML), Skógræktar­innar, Landgræðslunnar og Landssamtaka sauðfjárbænda um aðgerðir í loftslagsmálum.
Sem kunnugt er hvetur Skógræktin fólk til að leita huggunar gegn veiruáhyggjum með því að knúsa tré. Í trjásafninu á Hallormsstað var snjó rutt af skógarstígum til að auðvelda fólki að nálgast trén og stunda útivist og hreyfingu í skóginum. Fjallað var um þetta í fréttum Sjónvarpsins.