Skjólbelti eru ekki aðeins til skjóls. Þau fóstra fjölbreytilegt vistkerfi plantna, örvera, smádýra og fugla. Þessi fjölbreytni leiðir til aukinnar grósku og bújörð sem er auðug að skjólbeltum er líka auðug að næringarefnum sem nýtast við ræktun nytjaplantna og búpenings.
Krossnefur hefur líklega orpið í desember í barrskógum Fljótsdalshéraði og komið upp ungum því þrír stálpaðir ungar sáust um helgina ásamt foreldrum sínum í skóginum á Höfða þar sem Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri gefur fuglum á veturna.
Fjallað var í sjónvarpsþættinum Landanum 3. mars um tilraunir þær sem nú fara fram á Flúðum í Hrunamannahreppi til framleiðslu á límtré úr fjórum íslenskum trjátegundum. Þetta er samstarfs verkefni Skógræktarinnar, Límtrés-Vírnets og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs, flytur upphafserindi Fagráðstefnu skógræktar sem fram fer á Hótel Hallormsstað 3.-4. apríl. Loftslagsmál verða meginviðfangsefni ráðstefnunnar að þessu sinni og tekur Landgræðslan þátt í skipulagningu hennar. Skráning er hafin á vef Skógræktarinnar fyrir aðra en starfsfólk Skógræktarinnar
Undanfarna daga hefur verið unnið að því í gróðurhúsi Skógræktarinnar að Mógilsá að stinga græðlingum af úrvalsklónum alaskaaspar með áherslu á ryðþol. Klónarnir verða settir í beð á Tumastöðum í Fljótshlíð og mögulega víðar um land og notaðir sem móðurefni til ræktunar á ösp.