Best er að sinna viðhaldi og mótun víðiskjólbelta frá upphafi og klippa þau með fárra ára millibili. Nokkuð hefur skort á að hentug tæki til skjólbeltaklippinga væru fyrir hendi hérlendis en nýlega fór Skógræktin með verktaka á nokkur býli á Vestfjörðum til að fylgjast með snyrtingu skjólbelta. Árangurinn reyndist vonum framar.
Ástæða er til að hvetja Íslendinga til að taka þátt í könnun sem Boku, náttúruauðlinda- og lífvísindaháskólinn í Vínarborg leggur nú fyrir Evrópubúa. Þar eru könnuð viðhorf fólks í Evrópulöndum til skóga og hvaða gildi fólk telur að skógar hafi.
Í könnun umhverfiskönnun Gallups 2018 sem kynnt var fyrir helgi kemur í ljós að tæpur helmingur svarenda vill að stjórnvöld hvetji til eða efli skógrækt til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti. Af þeim aðgerðum sem svarendur sögðust vilja að hið opinbera setti í forgang á sviði umhverfis- og loftslagsmála nefndu flestir að draga ætti úr losun, næstflestir að auka ætti ívilnanir við kaup á vistvænum bílum og í þriðja sæti kom aukin skógrækt.
Í dag var undirritaður samningur á milli Skógræktarinnar og Vatnajökulsþjóðgarðs um umsjón Ásbyrgis í Kelduhverfi. Samkvæmt samningnum færist formleg umsjón jarðarinnar allrar og mannvirkja á henni frá Skógræktinni til Vatnajökulsþjóðgarðs. Vatnajökulsþjóðgarður og Skógræktin eiga engu að síður áfram með sér samstarf um innri hluta Ásbyrgis og land Ásbyrgis norðan þjóðvegar.
Skógræktin hefur gert samkomulag við Límtré Vírnet og Nýsköpunarmiðstöð Íslands um tilraunavinnslu á íslensku timbri til límtrésframleiðslu. Öflun viðar til verkefnisins hefst í næstu viku.