Skógar skapa skjól. Þetta þekkja landsmenn sem flykkjast í skóga til að njóta skjóls og útiveru í ýmiskonar veðri. Nú hafa vísindamenn nýtt sér skjól skóganna til að hlusta eftir eldgosum eða öðrum náttúruhamförum.
Í sumar kom út Ársrit Skógræktar ríkisins fyrir árið 2012. Ritið má nálgast í rafrænni útgáfu hér á skogur.is eða kaupa pappírseintakið í áskrift. 
Skógræktarfélag Íslands útnefnir alaskaösp í garðinum á Freyshólum á Völlum Fljótsdalshéraði Tré ársins 2013 við hátíðlega athöfn, sunnudaginn 18. ágúst kl. 14.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands árið 2013 verður haldinn 23.-25. ágúst í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund í Garðabæ. 
Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá, er farinn í rannsóknaleyfi fram á næsta vor. Arnór Snorrason, skógfræðingur, leysir Aðalstein af.