Í haust var smíðuð og sett upp aðstaða fyrir ferðamenn við Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Allt ytra byrði hússins er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni sem gróðursett var um 1950 á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framboð á íslenskum trjáviði á eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum, segir skógarvörðurinn á Suðurlandi.
Komin er í loftið ný vefsjá yfir skóglendi á Íslandi. Þar má sjá útbreiðslu bæði ræktaðra skóga og náttúrulegs birkilendis.
Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf skógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2013.
Á stöku stað í suðurhluta Bresku-Kólumbíu hafa skógarnir aldrei verið felldir og þar má sjá risatré. Þau sem vekja hvað mesta athygli á þessu svæði eru risalífviðir.
Þórsmerkursvæðið hefur gróið upp frá því að vera uppblásið land með nokkrum kjarrivöxnum gróðurtorfum, yfir í að vera gróskumikið birkiskóglendi með einstaka rofsvæðum.