Skógarhögg
Eftir því sem skógarnir okkar vaxa upp þarf meira að hirða um þá og í fyllingu tímans verður fjöldi fólks að störfum í nytjaskógunum við skógarhögg og endurræktun skóganna. Við stöndum nú á þeim tímamótum að skógarhögg er að orðið að atvinnugrein hérlendis. Meðal þeirra sem hafa atvinnu af skógarhöggi er Benjamín Davíðsson, skógfræðingur í Eyjafjarðarsveit. Hann segir mikil tækifæri í greininni og þau eigi bara eftir að aukast. Þetta sé hins vegar líkamlega erfið vinna, dýrt að koma sér upp nauðsynlegum búnaði og enn sem komið er áhættusamt að ráða til sín mannskap í fasta vinnu.
05.12.2013