Bæjarblaðið Vikudagur á Akureyri birtir í dag, 9. janúar, grein um nýja skýrslu Skógræktar ríkisins á því hvort hagkvæmt væri að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli.
Fyrrverandi starfsmaður hjá skógarverðinum á Vesturlandi hefur sent frá sér skemmtilegt myndband þar sem sjá má þegar tré eru felld og þau unnin í borðvið. Timbrið var notað í brúargerð í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins verður á Hvanneyri 7. mars 2014. Þar verður meðal annars málstofa um skógrækt á rofnu landi.
Stærstu lífverur heims eru risafurur (Sequoiadendron giganticum). Þær eru engar furur, heldur teljast þær til sýprusættar rétt eins og einir. Íslenskt skógræktarfólk skoðaði risana í Kaliforníu í haust sem leið.
Mun meira hefur verið afhent af trjáviði til Elkem á Grundartanga en áætlað var samkvæmt 10 ára samningi sem gerður var milli Skógræktarinnar og Elkem árið 2010. Alls hafa um 2.750 rúmmetrar af föstu efni verið afhentir Elkem á árinu 2013.