Á rafrænum fundi sem haldinn verður á alþjóðlegum degi skóga 21. mars verður rætt um hlutverk skóga í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæra framleiðslu og neyslu í framtíðinni. Öllum er frjálst að fylgjast með fundinum sem hefst kl. 11 að íslenskum tíma og stendur til kl. 14.
Alþjóðlegur sérfræðingafundur um skóga, The Global Forest Summit, verður haldinn í Brussel 24. mars. Þetta er í annað sinn sem fundurinn er haldinn og meðal frummælenda eru John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna um loftslagsmál, og Karl Bretaprins.
Borð voru flett úr lerki á Hallormsstað. Slíkt telst yfirleitt ekki í frásögur færandi nema að í þetta skipti var umrætt lerki ekki nema 22 ára gamalt frá gróðursetningu. Lerkiblendingurinn 'Hrymur' hefur nú í fyrsta sinn gefið nothæfan smíðavið.
Skráning er hafin á fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Erindi og umræður um þema ráðstefnunnar fara fram fyrri daginn en þann seinni verða flutt fjölbreytt erindi og sýnd veggspjöld um skógrækt, skógarnytjar, nýjustu rannsóknir og margt fleira.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2021. Kuðungurinn verður afhentur i tengslum við dag umhverfisins.