Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst áratuginn 2021-2030 áratug endurheimtar vistkerfa. Ísland á sér langa sögu um endurheimt vistkerfa og þar hefur Skógræktin (áður Skógrækt ríkisins) gegnt mikilvægu hlutverki. Aukinn kraftur færist nú í þetta starf.
Þjóðin er jákvæð í garð Skógræktarinnar og yfirgnæfandi meirihluti þekkir til stofnunarinnar. Aðeins um 20% segjast þekkja illa til Skógræktarinnar en þekkingin er minnst í aldurshópnum 18-29 ára.
Hvernig er hægt að auka gæði moldarinnar og hvernig kemur safnhaugagerð og endurnýting næringarefna þar við sögu? Um þetta fjallar Úlfur Óskarsson, skógfræðingur og lektor, á námskeiði Endurmenntunar LbhÍ sem fram fer á laugardag á Reykjum í Ölfusi.
Á alþjóðlegum degi skóga 21. mars 2022 er í brennidepli hlutverk skóga í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæra framleiðslu og neyslu í framtíðinni. Skógræktin hefur gefið út myndband í tilefni dagsins.
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur birt niðurstöður úr könnun sinni á starfsumhverfi fólks í opinberri þjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum árið 2021. Í flokki meðalstórra stofnana með 40-89 starfsmenn lenti Skógræktin í fimmta sæti og telst þar með vera fyrirmyndarstofnun. Þetta er í annað sinn sem Skógræktin fær sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun en stofnunin hefur allt frá sameiningu 2016 alltaf verið meðal 10 efstu í sínum flokki.