Öll grænu skrefin stigin hjá Skógræktinni
Nú í desember náðist sá merki áfangi í starfsemi Skógræktarinnar að allar starfstöðvar stofnunarinnar hafa tekið öll grænu skrefin fimm í ríkisrekstri. Þar með hafa verið gerðar ýmsar umbætur á daglegum rekstri stofnunarinnar. Þetta þýðir þó ekki að umhverfisstarfinu sé lokið. Sjá þarf til þess að ekki verði bakslag í þeim atriðum sem bætt hefur verið úr og jafnframt aukast kröfurnar þegar kemur að því að endurnýja skrefin.
14.12.2021