Starfsfólk Þjórsárskóla kom saman nú fyrir skömmu og sótti skógarnytjanámskeið Lesið í skóginn (LÍS) hjá Skógrækt ríkisins.
Tveggja daga norrænum ráðherrafundi sem fram fór á Egilsstöðum lauk með heimsókn í Hallormsstaðaskóg í gær.
Ný skoðanakönnunsem IMG Gallup gerði fyrir Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá dagana 20. ágúst-22. september sl. varpar ljósi á hug almennings til skógræktar á Íslandi. Niðurstöður könnunarinnar voru kynntar á ráðstefnu á Hallormsstað sem haldin var til heiðurs Sigurði...
Laugardaginn 14. september var farin skógarganga á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur, Skógræktarfélags Íslands og Garðyrkjufélags Íslands um Laugarásinn í Reykjavík. Leiðsögumenn voru Aðalsteinn Sigurgeirsson, forstöðumaður Rannsóknarstöðvar skógræktar á Mógilsá, og Jóhann Pálsson, fyrrverandi garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar.
Í suðaustanverðum undirhlíðum Litla-Meitils í Þrengslunum í Ölfusi, er að finna sitkagrenilund í um 230-250 m hæð yfir sjó. Einar Ólafsson frá Reykjavík ættaður frá Efri-Grímslæk gróðursetti trén á þessum stað í kringum 1958-59.