Uppgræðslusjóður Ölfuss hefur úthlutað ríflega 400.000 króna styrk til klippingar og stungu á græðlingum af ösp og víði á Hafnarsandi. Stungið verður um 5.000 græðlingum en að auki verður annað eins gróðursett af trjáplöntum ýmissa tegunda.
Í nýútkomnu tölublaði Rits Mógilsár er kynnt úttekt á kolefnisbindingu skóglendis á Drumboddsstöðum II í Biskupstungum. Skógurinn á jörðinni, sem er bæði náttúrulegt birki og ræktaður skógur, bindur árlega um 1.200 tonn af koltvísýringi og svipaðri bindingu er spáð á hverju ári næstu tíu árin.
„Áhrif nýskógræktar á jarðveg, kolefnisforða og líffræðilega fjölbreytni á Fljótsdalshéraði“ er heiti meistararitgerðar sem Julia C. Bos ver þriðjudaginn 23. mars í náttúru- og umhverfisfræði við deild náttúru og skógar í Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsakað var mólendi sem hafði breyst í skóglendi með sjálfsáningu birkis eða gróðursetningu lerkis.
NordGen Forest, skógasvið norrænu erfðavarðveislustofnunarinnar, býður til vefmálþings miðvikudaginn 24. mars með yfirskriftinni „Ný tækni í plöntuframleiðslu“. Öllum er velkomið að skrá sig til þátttöku.
Þema alþjóðlegs dags skóga 2021 hjá FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, er endurreisn skóglendis þar sem skógi hefur áður verið eytt. Þetta er einmitt meginverkefni skógræktar á Íslandi enda var landið að miklu leyti vaxið skóglendi við landnám. Skógræktin hefur gefið út myndband í tilefni dagsins, sem er 21. mars.