Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur

Námskeið fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.

Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt. Nemendur kynnast helstu vélum og verkfærum sem notuð eru til trjá- og runnaklippinga. Fjallað verður um trjáklippingar og hvernig meta skal ástand trjágróðurs. Einnig verður fjallað um almennar runnaklippingar og limgerðisklippingar. Verklegar æfingar í trjáklippingum.

Nemendur taki með sér þau verkfæri sem þeir eiga og vinnufatnað í samræmi við veður í verklega tíma.

  • Kennari: Ágústa Erlingsdóttir, skrúðgarðyrkjumeistari og brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar hjá Garðyrkjuskólanum – FSu.
  • Tími: Laugardagur 25. mars kl. 9-15 í Garðyrkjuskólanum Reykjum í Ölfusi
  • Verð: kr. 24.800 (kaffi, hádegismatur og námsgögn innifalin)
  • Skráning: gardyrkjuskolinn@fsu.is

Skráningarfrestur til 17. mars

Endurmenntun græna geirans