Auður, heilsa og vellíðan sem norrænir skógar gefa er viðfangsefni hringborðs um norrænu skógarauðlindina sem verður haldið 9.-10. október í Koli-þjóðgarðinum í Finnlandi. Þar verður brugðið upp framtíðarmynd af sjálfbæru lífhagkerfi framtíðarinnar byggt á skógarauðlindinni.
Enn er pláss fyrir Íslendinga á tengslamyndunardegi NordGen Forest sem fram fer á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík 19. september. Þar er tækifærið til að þróa draumaverkefnið á sviði skógfræði, læra hvernig sækja skuli um styrki og kynnast nýju rannsóknarfólki í skoðunarferð um íslenska náttúru.
Umsagnir Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem sendar hafa verið vegna undirbúnings að stofnun miðhálendisþjóðgarðs ber ekki að túlka sem svo að fyrirhugaður þjóðgarður sé ávísun á örfoka land. Í athugasemdum hafa stofnanirnar komið á framfæri tilteknum atriðum sem eiga að geta nýst nefnd um miðhálendisþjóðgarð í vinnu hennar.
Kanadamenn hyggjast hrifsa af Norðmönnum heimsmeistaratitilinn í smíði háhýsa úr timbri því nú eru áform uppi í Vancouver-borg að reisa háhýsi úr krosslímdum timbureiningum sem verði fjörutíu hæðir og þar með hæsta timburbygging í heimi. Ekki er þó víst að Kanadamenn haldi forystunni lengi því Japanar líta enn hærra.
Vísindamenn við Warnell skógfræði- og auðlindaskólann, sem er hluti af Georgíuháskóla í Bandaríkjunum, hafa komist að því að þar sem landeigendur höggva trjágróður með fram ám og lækjum, til dæmis til að búa til tún eða akra, verða verulegar breytingar...