To some, the forests mean combatting illegal logging and associated trade, avoiding deforestation and degradation, conserving biodiversity and protecting wilderness. To others, the forests mean timber as a renewable raw material for uses such as...
Opinn skógur í Brynjudal í Hvalfirði verður formlega opnaður á laugardag, 16. september. Í tilefni af opnuninni verður hátíðardagskrá með skemmtun fyrir alla fjölskylduna og eru allir velkomnir.
Erfðafjölbreytileiki er grunnur alls líffjölbreytileika. Þetta segir dr Om Rajora, prófessor í skógerfðafræði við háskólann í New Brunswick í Kanada. Hann stýrir málstofu um þýðingu erfðavísinda fyrir verndun lífríkis í skógum og aðlögun að loftslagsbreytingum sem er á dagskrá 125. heimsþings IUFRO. Þingið hefst á mánudag í Freiburg í Þýskalandi.
Í Laugardagsblaði Morgunblaðsins var rætt við Jónatan Garðarsson sem kjörinn var formaður Skógræktarfélags Íslands á aðalfundi félagsins sem haldinn var á Stórutjörnum í Ljósavatnsskarði 25.-27. ágúst. Jónatan segir brýnt að nýr samningur verði gerður um Landgræðsluskóga og gróðursetning tvöfölduð frá núverandi samningi sem rennur út á næsta ári.
Í grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins rekur Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur ræktun lerkiskógar í sextíu ár og tíundar afrakstur slíks skógar á vaxtartímanum. Hver hektari gefur um 170 rúmmetra af timbri, þar af um 40 rúmmetra borðviðar.