Dagur íslenskrar náttúru 16. september verður almennur fræsöfnunardagur um allt land. Landsmenn eru hvattir til að safna fræi af trjám, einkum birki, og stuðla þannig að útbreiðslu skóglendis á landinu.
Björgvin Eggertsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, kennir trjáfellingar og grisjun með keðjusög á námskeiði sem fram fer á Hallormsstað dagana 17.-19. október. Ekki verða teknir fleiri en tíu nemendur á námskeiðið og umsóknarfrestur er til 10. október.
Árni Bragason landgræðslustjóri og Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hafa ritað landbúnaðarráðherra bréf þar sem þeir leggja fram í fjórum liðum hugmyndir að nýjum atvinnutækifærum sem nýta mætti til að mæta vanda sauðfjárbænda.
Námskeiðaröð Grænni skóga I á Suður- og Vesturlandi hefst 22. september. Kennt verður í starfstöðvum Landbúnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólanum) og á Hvanneyri. Farið verður í vettvangsferðir i skóglendi í nágrenninu. Skráningarfrestur er til 12. september. 
Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur og Benjamín Örn Davíðsson gróðursettu í síðustu viku kynbættan fjallaþin í tvo aðskilda frægarða í þjóðskóginum á Vöglum á Þelamörk. Von er á fyrsta fræinu til framleiðslu úrvalsjólatrjáa innan áratugar.