Lífeyrissjóðir gætu fjárfest í skógrækt með því að stofna hlutafélag í samvinnu við bændur og fagaðila. Á þetta bendir Guðjón Jensson leiðsögumaður sem skrifar grein í nýútkomið tölublað Bændablaðsins. Skógrækt sé fjárfesting til framtíðar.
Með kvæmaprófunum í áratugi hefur tekist að finna góðan efnivið til ræktunar hérlend­is af þeim trjátegundum sem mest eru not­að­ar hér í skógrækt. Nú er tími kvæma­próf­ana liðinn og komið að því að kynbæta þenn­an efnivið til að ná enn betri árangri. Þetta segir Brynjar Skúlason skógerfða­fræð­ingur sem stýrir trjákynbótum hjá Skóg­ræktinni.
Að heimsbyggðinni steðja hættur sem eru sjálfskaparvíti okkar sjálfra, hröð losun kolefnis út í andrúmsloftið sem tók milljónir ára að bindast með hjálp ljóstillífandi lífvera.
Skógræktin óskar fyrir hönd landeigenda eftir tilboðum í grisjun og útkeyrslu á Spóastöðum Biskupstungum.
Skógræktin fyrir hönd landeigenda óskar eftir tilboðum í grisjun og útkeyrslu í Hrosshaga Biskupstungum.