Í tilefni af Alþjóðlegu ári skóga hefur Pósturinn gefið út sérstök frímerki.
Í síðustu viku var gerð skógarbraut í gegn um reit einn í Haukadal sem gróðursettur var í svokallaðar plógrásir. Til verksins var notaður stór grjótmulningstætari sem hingað til hefur tætt upp malbik og vegi.
Í lok árs 2009 var fyrsta kurlkyndistöð til húshitunar á Íslandi vígð á Hallormsstað. Stöðin stendur undir öllum væntingum en stjórnarformaðurinn segir litlar efndir stjórnvalda valda sárum vonbrigðum og geri stöðina ekki samkeppnishæfa.
Nú er komið út nýtt tölublað Mógilsárfrétta. Meðal efnis eru rannsóknir á ertuyglu, kastaníuskógur í Búlgaríu og iðnviðarverkefni.
Fádæma fallegt veður var á Hallormsstað í dag. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er lítill snjór í skóginum og göngufæri gott um trjásafnið.