Á morgun fer fram málþing um uppbyggingu og skipulag ferðamannastaða á Grand Hótel. Meðal fyrirlesara verður Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi. Hann mun fjalla um uppbyggingu útivistarsvæðis með aðgengi fyrir alla í Þjórsárdalsskógi.
Fundurinn verður haldinn á morgun, miðvikudaginn 13. apríl, kl. 20:00 í stofu 102 á Háskólatorgi.
Þriðja námskeiðið í röðinni um útinám í grenndarskógi Ártúnsskóla, þar sem nytjaáætlun og nýr kortagrunnur er notaður til að gera útinámið markvissara og fjölbreyttara, fór fram á dögunum.
Opið hús skógræktarfélaganna verður þriðjudagskvöldið 12. apríl. Fjallað verður um nýtingu belgjurta til að auka frjósemi jarðvegs.
Björn Traustason, landfræðingur hjá Skógrækt ríkisins, flytur erindi á málþingi um staðlamál á vegum LÍSU (Samtök um landupplýsingar á Íslandi) á morgun.