Keppendur frá Skógræktinni stóðu sig best í gróðursetningu skógarplantna í gróðursetningarkeppni sem haldin var nýverið á Hafnarsandi í Ölfusi. Auk gróðursetningar trjáplantna með geispu var keppt í gróðursetningu og greiningu sumarblóma og þegar upp var staðið urðu öll liðin þrjú sem kepptu jöfn að stigum.
Yggdrasill Carbon er nýtt, austfirskt nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur að framgangi vottaðra, íslenskra kolefniseininga sem nýta má til kolefnisjöfnunar.
Skógræktin hefur gert samstarfssamning við Land Life Company um að rækta skóg á 500 hekturum lands á næstu tveimur árum. Gróðursetning er þegar hafin á tveimur samningssvæðum af þremur, á Stálpastöðum Skorradal og í Þjórsárdal.
Skógræktin og Samband íslenskra sveitarfélaga boða til kynningarfundar um landsáætlun í skógrækt föstudaginn 11. júní kl. 09-10. Fundurinn verður haldinn með rafrænum hætti á Teams.
Um 25 lítrum af birkifræi sem safnaðist á Norðurlandi í landsátaki á liðnu hausti var dreift á Hólasandi 25. maí. Valið var svæði á sandinum þar sem dreift hefur verið gori úr sláturhúsi og fæst nokkur samanburður á því hvernig fræinu reiðir af með og án áburðaráhrifa frá gornum. Þessa dagana er verið að dreifa síðasta fræinu úr landsátakinu og fer það meðal annars í Selfjall í Lækjarbotnum þar sem sumarstarfsfólk sér um dreifinguna.