Birkiskógurinn í landi Mela og Skuggabjarga í Dalsmynni er illa farinn eftir snjóþyngsli og ofviðri síðasta vetrar. Enn standa þó eftir mörg af hæstu birkitrjánum í skóginum sem eru um 14 metrar á hæð.
Staða þekkingar verður rædd á fyrsta vefmálþinginu í fundaröð um jarðveg sem kolefnissarp, sem fram fer fimmtudaginn 26. nóvember. Markmiðið með þessum málþingum er að auka og miðla þekkingu á Norðurlöndunum meðal fagfólks sem áhuga hefur á bindingu kolefnis í jarðvegi.
Til að Íslendingar geti náð verulega góðum árangri á Parísartímabilinu verða stjórnvöld að tryggja nauðsynlega innviði svo skapaðar verði forsendur fyrir einkaframtak í loftslagsmálum. Nú þegar Kyoto-tímabilinu er að ljúka stefnir í að Íslendingar losi 20% meira af koltvísýringi út í andrúmsloftið en 1990, þveröfugt við þann 20% samdrátt sem landið hafði skuldbundið sig til að ná. Við blasir að kaupa þurfi losunarheimildir fyrir milljarða króna því loftslagsskuld Íslands eftir Kyoto-tímabilið verður 4,1 milljón tonn koltvísýringsígilda.
Endurmenntun LbhÍ heldur í samstarfi við Skógræktina námskeiðsröð fyrir fólk sem vill verða leiðbeinendur í tálgun og ferskum viðarnytjum. Námskeiðsröðin hefst í febrúar á næsta ári og stendur fram í desember.
Fyrsti hjólastandurinn sem smíðaður er úr timbri úr þjóðskógunum hefur verið settur upp við starfstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað. Standurinn er liður í því að uppfylla skilyrði til að ná þriðja græna skrefinu í ríkisrekstri.