Í haust er biðlað til þjóðarinnar að safna fræi af birki um allt land og dreifa því á völdum, beitarfriðuðum svæðum. Einnig má skila inn fræi sem Lionsklúbbar, skógræktarfélög, Kópavogsbær og fleiri sjá um að dreifa. Forseti Íslands og umhverfisráðherra tíndu fyrsta fræið í dag.
Hringbraut frumsýnir um þessar mundir tvo þætti um friðun Þórsmerkur og Goðalands í eitt hundrað ár. Í þáttunum er fjallað um ástæður þess að bændur ásamt prestinum í Odda ákváðu að afsala sér beitirétti á Þórsmörk 1920 og Skógræktinni var falið að vernda svæðið og byggja upp gróðurfar þess á ný.
Skógræktin og Landgræðslan standa saman að nýrri tilraun á Hólasandi þar sem kannað verða hvernig sjö tegundir belgjurta þrífast á sandinum með hjálp moltu. Markmiðið er að finna hentugar niturbindandi tegundir sem hjálpað geta birki að vaxa upp á örfoka landi.
Skógarnefnd FAO, COFO, kemur saman 5.-9. október á fundi sem halda átti í júní en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Meðal viðfangsefna fundarins eru áhrif COVID-19 á skógargeirann í heiminum og hvernig bregðast megi við afleiðingunum en einnig verður rætt um skógrækt sem náttúrlega lausn gegn loftslagsvandanum, farið yfir undirbúning næstu alheimsráðstefnu um skóga og fleira.
Norrænt samstarf um skógarmál fagnar hálfrar aldar afmæli 16. september. Þetta samstarf fer fram undir merkjum skógasviðs NordGen og á afmælisdeginum er öllum boðið að taka þátt í rafrænni afmælishátíð þar sem sagan verður rifjuð upp, sagt frá vísindauppgötvunum og auðvitað skálað!