Hreinn Óskarsson, sviðstjóri þjóðskógasviðs Skógræktarinnar, segir að sú aðferðafræði sem unnið er eftir í Hekluskógaverkefninu sé farin að sanna sig. Birki er gróðursett í bletti svo það geti sáð sér út af sjálfsdáðum. Sjálfsáning er þegar hafin frá lundum sem komnir eru vel á legg. Hreinn býst við að nýir skaðvaldar sem nú herja á birki og fleiri tegundir muni missa þróttinn með tímanum, meðal annars þegar óvinir þeirra taka að herja á þá.
Vinna við stígagerð og viðhald á Þórsmörk hefur gengið vel í sumar. Hópur sumarstarfsfólks hefur verið þar að störfum fyrir tilstilli atvinnuátaks stjórnvalda en eftir að liðkast fór um ferðalög fólks til landsins hafa sjálfboðaliðar bæst í hópinn. Þrátt fyrir veirufaraldurinn náðist að skipuleggja sex vikna sjálfboðastarf á svæðinu í sumar.
Þeir þættir í umhverfinu sem hafa áhrif á hvernig maðurinn upplifir það verða meðal þess sem fjallað verður um á námskeiðinu Maður og skipulag sem haldið verður í húsum LbhÍ á Keldnaholti í Reykjavík og hefst 21. ágúst. Gunnar Ágústsson skipulagsfræðingur kennir.
Starfstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað hefur sent frá sér myndband þar sem sýnt er hvernig skógur sem kominn er að endurnýjun er gjörfelldur svo viðhalda megi góðum vexti í skóginum og nýta afurðirnar. Timbrið var selt Skógarafurðum ehf. í Fljótsdal sem tók bolina til flettingar og vinnslu.
Gestir á tjaldsvæðunum í Atlavík og Höfðavík Hallormsstaðaskógi geta nú flokkað úrgang sinn enn betur en fyrr því nú hefur sorpflokkum verið fjölgað í sjö. Æ betur gengur að fá fólk til að flokka. Aðsókn að tjaldsvæðunum í skóginum hefur verið góð það sem af er sumri.