„Miklar skemmdir sjást á stafafuru og skógarfuru í sumar. Á Héraði litar dautt barr heilu lundina brúna.“ Þannig hefst inngangur að frétt sem birtist í fréttum Sjónvarps laugardaginn 22. ágúst. Þar er rætt við skógræktarstjóra, sem segir að furan þoli illa salt sem ýrðist yfir landið í janúar. Trén hafi eins konar ofnæmi fyrir saltinu.
Sitkagrenið á Klaustri sem borið hefur titilinn hæsta tré landsins undanfarin ár vex um hálfan metra á ári. Að óbreyttu nær það 30 metra hæð sumarið 2022. Metingur hefur verið með Sunnlendingum og Austfirðingum um hvorir eigi hæstu öspina á Íslandi. Þótt Sunnlendingar geti státað af hæsta sitkagreninu verða þeir að bíta í það súra með öspina. Sú hæsta er á Hallormsstað og hefur náð yfir 26 metra hæð.
Aðsókn að tjaldsvæðum Skógræktarinnar í Vaglaskógi og Hallormsstaðaskógi hefur verið með mesta móti í sumar. Frá byrjun ágústmánaðar og fram til 17. ágúst voru gistinætur á Hallormsstað orðnar um 6.500 en fyrra met í ágústmánuði var frá árinu 2002 þegar gistinætur urðu um 4.300. Íslendingar hafa verið mest áberandi í sumar en fjöldi útlendinga hefur farið vaxandi fram undir þetta.
Aðalfundur Skógræktarfélags Íslands 2020 verður eingöngu opinn kjörnum aðalfundarfulltrúum. Fundurinn verður einungis haldinn til að afgreiða nauðsynleg aðalfundarstörf.
Ný mæling á þróttmiklu lerkitré í Hallormsstaðaskógi sýnir að það er rétt rúmlega 25 metrar á hæð. Tréð er enn í miklum vexti og ekki er vitað um hærra lerkitré á landinu. Skógmælingafólk frá Mógilsá var á ferðinni á Hallormsstað og sló máli á tréð ásamt skógarverði.