Skógræktin og One Tree Planted hafa undirritað samning um að rækta skóg á Ormsstöðum í Breiðdal. Teknir verða 170 hektarar undir þetta verkefni í neðanverðri brekkunni ofan þjóðvegar. Á næstu tveimur árum verða gróðursett þar 350.000 tré.
Örn Óskarsson, líffræðingur og skógræktarmaður á Selfossi, kennir á námskeiði sem Endurmenntun Háskóla Íslands stendur fyrir miðvikudaginn 21. október. Þar verða kynntar trjátegundir sem hafa reynst vel á Íslandi, uppruni þeirra og mögulegt notagildi skóga framtíðarinnar.
Birki úr Steinadal í Suðursveit og Þórsmörk hefur komið mjög vel út í birkitilraunum um allt land og stendur Bæjarstaðabirki fyllilega á sporði hvað vaxtarþrótt og lifun varðar. Fræi er nú safnað af öllum þessum birkikvæmum til ræktunar á birkiplöntum í gróðrarstöðvum.
Mikill áhugi reyndist vera á námskeiði sem Skógræktarfélag Reykjavíkur stóð fyrir í Heiðmörk á laugardaginn var þar sem Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, leiðbeindi um frætínslu af trjám og fræsáningu beint í jörð. Um áttatíu manns sóttu námskeiðið þrátt fyrir mikla rigningu.
Fyrsta sáningin í átakinu sem nú stendur yfir með þjóðinni um söfnun og sáningu birkifræja fór fram föstudaginn 25. september. Sáð var í landi Kópavogs í Lækjarbotnum. Nemendur í 3. og 4. bekk í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum tóku sáninguna að sér ásamt Ármanni Kr. Ólafssyni, bæjarstjóra Kópavogs, og fulltrúum aðstandenda verkefnisins.