Vel heppnuð skógarganga með skógarbændum að Hróarsstöðum
Félag skógarbænda á Norðurlandi bauð til skógargöngu fimmtudaginn 16. ágúst síðastliðinn að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Um 30 manns komu í gönguna. Skógræktarsvæðið á Hróarsstöðum er um 131 hektari og gróðursett hefur verið í 68 hektara. Rúmlega helmingi stærra land er friðað og þar kemur birkið upp að sjálfu sér.
06.09.2018