Félag skógarbænda á Norðurlandi bauð til skógargöngu fimmtudaginn 16. ágúst síðastliðinn að Hróarsstöðum í Fnjóskadal. Um 30 manns komu í gönguna. Skógræktarsvæðið á Hróarsstöðum er um 131 hektari og gróðursett hefur verið í 68 hektara. Rúmlega helmingi stærra land er friðað og þar kemur birkið upp að sjálfu sér.
Norska fyrirtækið Moelven sem nú reisir hæstu timburbyggingu í heimi í Brumunddal telur mögulegt að reisa skýjakljúfa úr timbri sem væru yfir 150 metra háir og jafnvel enn hræri. Byggingin sem nú rís í Brumunddal er nú orðin 85,4 metrar á hæð.
Tvær nýjar meindýrategundir á birki hérlendis, birkikemba og birkiþéla, virðast geta valdið talsverðum skemmdum. Ekki er þó komin reynsla á hvaða áhrif þessar tegundir hafa á vöxt og afdrif birkis. Í Ársriti Skógræktarinnar sem kom út snemmsumars er fjallað um þessa nýju skaðvalda og rannsóknir sem hafnar eru á þeim.
Á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands sem haldinn var á Hellu var skorað á Alþingi og ríkisstjórn að veita verkefninu Skógargötum fjármagn til næstu tíu ára. Einnig var ályktað um skógminjasafn, Miðstöð skógræktar og Græna stíginn milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ný stefnumótun fyrir Skógræktarfélag Íslands var samþykkt á fundinum.
Skógræktarfélag Íslands hefur tilkynnt að vesturbæjarvíði að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum verði tré ársins 2018. Útnefning trésins fer fram með formlegum hætti á sunnudag, 2. september.