Skógarbændur skrifa í Bændablaðið
Breytingar hafa nú orðið á útgáfumálum Landssamtaka skógareigenda. Tímaritið Við skógareigendur kemur ekki lengur út heldur skrifa skógarbændur nú reglulega í Bændablaðið um ýmis skógarmálefni. Fyrsta greinin birtist í blaðinu 2. ágúst og þar skrifar Björn Halldórsson, sauðfjár- og skógarbóndi á Valþjófsstöðum í Núpasveit um sauðfjárbændur, samningana og skuldina við landið. Einnig er í sama tölublaði grein um samvinnu sunnlenskra skógarbænda um viðarnytjar.
08.08.2018