Fyrirhugað trjásafn eða „arboret“ á Mógilsá með sjálfstæða starfsemi á svæði ræktunar, rannsókna, fræðslu og útivistar verður kynnt á fundi í Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, fimmtudaginn 28. júní. Aðalfyrirlesarar á fundinum verða fulltrúar tveggja af merkustu trjásöfnum í heiminum.
Grenitré eru víða illa farin af sitkalús. Einkum er þetta áberandi á höfuðborgarsvæðinu og verst þar sem bílaumferð er mikil. Sviðstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar segir líklegt að mengun dragi úr viðnámsþrótti trjánna gegn sitkalús.
Ganga á Hálshnjúk er meðal dagskrárliða á Skógardegi Norðurlands sem fram fer í Vaglaskógi laugardaginn 23. júní.
Á skógardegi í Selskógi 23. júní verður margt á dagskránni, tálgunámskeið, skógarganga, trjátegundagreining, tónlist, happdrætti og fleira.
Skógardagar verða haldnir á átján stöðum um allt land laugardaginn 23. júní. Viðburðirnir eru kynntir sameiginlega undir yfirskriftinni Líf í lundi.