Líkt og fyrri ár biður starfsfólk Mógilsár fólk að senda upplýsingar um skaðvalda á trjám.
Þróttmiklar skógarplöntur eru ein af undirstöðum árangursríkrar skógræktar. Heilbrigðar plöntur eru betur í stakk búnar til þess að takast á við aðstæður á gróðursetningarstað sem oftast eru mun óblíðari en þær aðstæður sem ríkja í gróðrarstöðinni þar sem plöntum er séð fyrir vatni, næringu og skjóli. Í grein í Bændablaðinu gefur Rakel J. Jónsdóttir, skógfræðingur og skógræktarráðgjafi hjá Skógræktinni, leiðbeiningar um góða umhirðu skógarplantna frá afhendingu til gróðursetningar.
Fagráðstefna skógræktar sem haldin var í átjánda sinn í liðinni viku er ein sú fjöl­menn­asta frá upphafi. Meira en 150 manns voru skráðir á ráðstefnuna sem haldin var í menn­ingarhúsinu Hofi. Skógrækt á Íslandi hefur fengið talsverða athygli í fjölmiðlum undanfarið í tengslum við ráð­stefn­una.
Íbúafundur um Þorláksskóga verður haldinn mánudaginn 16. apríl í Ráðhúsinu í Þorlákshöfn. Fundurinn hefst kl. 17 og lýkur kl. 18.30. Rætt verður um þá skógrækt sem áformuð er á ríflega 4.600 hektara svæði á Hafnarsandi í nágrenni Þorlákshafnar.
Langflestir landsmenn eru mjög jákvæðir fyrir skógrækt og þeim fjölgar sem telja að auka beri skógrækt til að binda koltvísýring og hamla gegn loftslagsbreytingum. Jákvæðastir mælast ungir Íslendingar, háskólamenntaðir og íbúar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur.