Skógrækt er mikilvægur hluti af framlagi Íslands til loftslagsmála
Á sumrin, þegar inngeislun sólar er mest, endurvarpa birki- og barrskógar meiri sólarhita en graslendi og svartir sandar. Þetta sýna frumniðurstöður rannsóknar á endurvarpi svartra sanda, uppgrædds lands, villtra birkiskóga og ræktaðra barrskóga. Keppikefli okkar ætti að vera að breyta sem mestu af svörtu sandauðnunum okkar í skóg til að auka endurskin en einnig til að auka kolefnisbindingu.
08.03.2018