Á sumrin, þegar inngeislun sólar er mest, endurvarpa birki- og barrskógar meiri sólarhita en graslendi og svartir sandar. Þetta sýna frumniðurstöður rannsóknar á endurvarpi svartra sanda, uppgrædds lands, villtra birkiskóga og ræktaðra barrskóga. Keppikefli okkar ætti að vera að breyta sem mestu af svörtu sandauðnunum okkar í skóg til að auka endurskin en einnig til að auka kolefnisbindingu.
Á vef bandaríska stórblaðsins New York Times er spurt hvort virkilega sé hægt að skófla kolefni úr lofthjúpnum. Fimm leiðir eru tíundaðar og ein af þeim er skógrækt. Hver skyldi vera raunhæfust?
Á Búnaðarþingi sem stendur yfir í Bændahöllinni í Reykjavík var í dag samþykkt ályktun þar sem meðal annars er rætt um að Ísland verði sjálfu sér nægt um timbur, skógrækt verði öflug atvinnugrein í landinu og stuðli að eflingu alls landbúnaðar.
Nýtt myndband sem brasilísk skógræktarfyrirtæki hafa sent frá sér gefur góða hugmynd um þau ótalmörgu not sem hafa má af ræktuðum trjám. Hver hefði sett rjómaís, grillsósu og hundamat í samhengi við tré? Lítið á!
Skógræktarfélag Eyfirðinga fékk nú í vikunni afhenta nýja stórviðarsög sem á eftir að gjörbreyta aðstöðu félagsins til viðarvinnslu í Kjarnaskógi. Segja má að sögin vinni sjálf fyrir eigin húsaskjóli því á næstunni rís skýli yfir hana og efnið í það verður unnið með þessu nýja tæki.