Námskeiðið Trjá- og runnaklippingar I er meðal þeirra sem fram undan eru hjá Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands. Þetta námskeið er haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur og er fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur nú auglýst eftir tilnefningum til umhverfis­viðurkenningarinnar Kuðungsins. Viðurkenningin gefur færi á að vekja athygli á góðu umhverfisstarfi hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins.
Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður verður meðal frummælenda á Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl. Erindi sitt nefnir Ari Trausti „Skógrækt á Íslandi“ og veltir hann fyrir sér m.a. hugmyndum um fjórföldun skógræktar á Íslandi.
Ákvarðanir um skógarmálefni ættu að byggjast á þeirri bestu vísindalegu þekkingu sem völ er á. En er það svo? Ef ekki, hvernig má þá miðla þekkingunni betur? Nýlega var efnt til nýs tengslanets innan SNS sem ætlað er að flýta fyrir því að rannsóknarniðurstöður í skógvísindum geti nýst skógræktendum.
Nýverið var samningur Skógræktarfélags Íslands við umhverfis- og auðlindaráðuneytið um Landgræðsluskóga framlengdur til bráðabirgða um eitt ár. Ríkiskaup auglýsa nú eftir tilboðum í framleiðslu og dreifingu plantna til afhendingar vorið 2019.