Skógrækt bænda með önnur aðalmarkmið en timburframleiðslu hefur ekki verið með formlegum hætti innan opinbera styrkjakerfisins, nema sem nokkur tilraunaverkefni. Í nýútkominni skýrslu um búskaparskógræktarverkefni í Húnaþingi vestra er lagt til að búskaparskógrækt verði komið fyrir í styrkjakerfinu með viðeigandi og aðgengilegum samningum.
Aukið virði landafurða er viðfangsefni Landsýnar, árlegs fræðaþings landbúnaðarins, sem haldið verður í Salnum Kópavogi föstudaginn 23. febrúar. Skógræktin er meðal skipuleggjenda þingsins. Ólafur Eggertsson, sérfræðingur á Rannsóknastöð skógræktar Mógilsá, flytur erindi sem hann nefnir „Nýjar og gamlar afurðir skóganna“.
Ísland hefur það umfram flestar aðrar þjóðir að eiga nóg af landi sem ekki er í notkun og nýta mætti til skógræktar. Timbur verður aðalhráefnið í lífhagkerfi framtíðarinnar þegar olíu- og kolanotkun heyrir sögunni til. Iðnviðar má afla bæði með því að nýta afgangsefniu eins og grisjunarvið og að rækta sérstaka iðnviðarskóga. Þetta var til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1.
Markaður fyrir iðnvið hér á landi, arðsemi skógræktar og hvað þurfi til að fjárfestar leggi í stórfellda skóggræðslu er efni erindis sem Þorbergur Hjalti Jónsson, sérfræðingur á Mógilsá, flytur á fræðslufundi Skógræktarfélags Kópavogs 30. janúar kl. 20.
Viðarmagnsspá Skógræktarinnar frá 2015 sýnir að nú þegar væri hægt að afhenda í það minnsta 2.000 rúmmetra af grisjunarviði á ári úr skógum á Austurlandi til kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Magnið fer mjög vaxandi á næstu árum og um miðjan næsta áratug væru tiltækir um 10.000 rúm­metrar á ári fyrir austan. Til viðbótar er talsvert magn tiltækt nú þegar á Norðurlandi sem einnig fer hratt vaxandi.