Skógarafurðir ehf. kaupa sérhæfðan timburflutningabíl
Fyrsti sérsmíðaði timburflutningabíllinn kom til landsins fyrir skömmu. Það er fyrirtækið Skógarafurðir ehf. í Fljótsdal sem keypti ækið sem samanstendur af bíl með hleðslupalli og krana og sérsmíðuðum tengivagni. Bændablaðið fjallar um málið og ræðir við Bjarka M. Jónsson hjá Skógarafurðum sem segir að þetta æki komi til með að auðvelda þeim mikið að sækja hráefni til vinnslunnar.
16.02.2018