Tveir sjálfboðaliðar sem störfuðu við landbætur og stígagerð á Þórsmörk og nágrenni síðasta sumar hafa sent frá sér skemmtilegt myndband sem gefur innsýn í það mikilvæga starf að vernda náttúru svæðisins og útbúa vandaða aðstöðu til gönguferða. Nú er auglýst eftir sjálfboðaliðum fyrir komandi sumar og rennur umsóknarfrestur út í janúarlok.
„Landbótahagkerfi“ er nýtt hagkerfi sem nú er í mótun í beinu samhengi við þær aðgerðir sem grípa þarf til svo koma megi í veg fyrir að loftslagsbreytingar af manna völdum fari úr böndunum. Nýjar rannsóknir sýna að spennandi fjárfestingartækifæri felast í verkefnum á sviði landbóta. Á sviði landnotkunar sé skógrækt öflugasta leiðin til kolefnisbindingar.
Út er komin hjá Landgræðslunni skýrsla um hagkvæmni þess að nýta lífrænan úrgang til landgræðslu. Í skýrslunni er bent á margþættan ávinning af betri nýtingu lífræns úrgangs. Mengun minnki, meira land verði grætt upp, sóun fosfórs verði minni og minni tilbúinn áburður fluttur inn sem hafi gjaldeyrissparandi áhrif á samfélagið allt.
Á vef Morgunblaðsins segir frá því að fyrirtækið Bæk­linga­dreif­ing hafi samið við Skóg­rækt­ar­fé­lag Íslands um gróður­setn­ingu trjáa sem svarar því papp­írs­magni bæk­linga sem Bæk­linga­dreif­ing dreif­ir á ári. Vaxandi áhuga virðist gæta hjá fyrirtækjum að kolefnisjafna starfsemi sína með skógrækt.
Olíufélagið N1 hefur skrifað undir samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á öllu flugi og notkun eigin bíla fyrirtækisins. Sett verða niður tvö þúsund tré á ári sem nemur hátt í einum hektara skógar árlega.