Erindi óskast á Fagráðstefnu skógræktar 2018
Hin árlega Fagráðstefna skógræktar verður haldin í Hofi á Akureyri dagana 11. og 12. apríl. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í samstarfi við NordGen Forest. Fyrri dagurinn verður helgaður fjölgunarefni að verulegu leyti og fer fram á ensku. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Fræöflun og trjákynbætur“. Auglýst er eftir erindum fyrir síðari dag ráðstefnunnar sem fram fer á íslensku.
09.01.2018