Skógarauðlindin sem nú er farin að sýna sig á Íslandi er viðfangsefni samsýningarinnar Skógarnytja á Hönnunarmars 2018. Vöruhönnuðurinn Björn Steinar Blumenstein skipuleggur viðburðinn í samvinnu við Skógræktina og fjölda hæfileikaríkra hönnuða.
Nýtt tölublað fréttabréfs norskra jólatrjáabænda, Den grønne gren, er nýkomið út. Meðal efnis er grein eftir Gorden Haaland, jólatrjáræktarráðgjafa hjá Norsk juletræ, samtökum norskra jólatrjáabænda. Þar er sagt frá heimsókn Tims O-Connors, framkvæmdastjóra bandarísku jólatrjáasamtakanna National Christmas Tree Association (NCTA)
Spænski vefmiðillinn El Confidencial fjallar um skógrækt á Íslandi í grein sem birtist laugardainn 10. mars. Þar er farið yfir örlög skóganna sem eitt sinn þöktu stóran hluta landsins og þá viðleitni Íslendinga að breiða skóglendi út á ný.
Alþjóðlegur hópur vísindafólks undir forystu háskólans í Leeds á Englandi hefur rannsakað hvaða áhrif hvarfgjarnar lofttegundir sem tré og aðrar plöntur gefa frá sér geta haft á loftslagið. Þær leiða í ljós að þessar lofttegundir kæla loftslagið á jörðinni. Skógareyðing dregur því úr þessum jákvæðu áhrifum trjánna á loftslagið.
Í Landanum í Sjónvarpinu á sunnudaginn var rætt við Hraundísi Guðmundsdóttur, skógfræðing og skógræktarráðgjafa hjá Skógræktinni sem jafnframt er ilmolíufræðingur og framleiðir ilmolíur úr plöntum, meðal annars íslenskum trjám. Hraundís ætlar að hjálpa fólki í Kenía sem vill stíga fyrstu skrefin í vinnslu ilmkjarnaolíu og koma þannig undir sig fótunum.