Fjórföldum nýskógrækt og bindum fjórðung núverandi losunar
Hlutfallslega binda íslenskir skógar álíka mikið af losun landsmanna og skógar Sviss, Austurríkis, Þýskalands og Tékklands binda af losun þessara landa. Stærstur hluti þessarar bindingar hérlendis verður í skógum sem ræktaðir hafa verið frá árinu 1990. Þetta sýnir hversu miklum árangri má ná á fremur stuttum tíma.
21.03.2018