Hlutfallslega binda íslenskir skógar álíka mikið af losun landsmanna og skógar Sviss, Austurríkis, Þýskalands og Tékklands binda af losun þessara landa. Stærstur hluti þessarar bindingar hérlendis verður í skógum sem ræktaðir hafa verið frá árinu 1990. Þetta sýnir hversu miklum árangri má ná á fremur stuttum tíma.
Skógrækt og sjálfbærar borgir er þema alþjóðlegs dags skóga 2018 hjá Sameinuðu þjóðunum. Skógræktin hefur gert myndband í tilefni dagsins þar sem tíundaðir eru kostir þess og mikilvægi að rækta tré í þéttbýli og gera umhverfið heilsusamlegra og búsældarlegra.
Opinn fræðslufundur um möguleikana sem felast í skógrækt og endurheimt rofins þurrlendis verður haldinn í Iðnó í Reykjavík miðvikudaginn 21. mars. Jafnframt kynna ungir bændur umhverfisáherslur sínar.
Laugardaginn 24. mars verður haldið námskeið á Reykjum í Ölfusi um skipulagningu skógarviðburða. Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum, starfs­fólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.
Í Tímariti Bændablaðsins sem kom út í byrjun mánaðarins er rætt við Jónínu Zophoníasdóttur, skógarbónda á Mýrum í Skriðdal. Gróðursettar hafa verið um 200.000 plöntur og nú er næsta kynslóð farin að sýna skógræktinni áhuga og vinna að grisjun og gróðursetningu.