Fyrsta námskeiðið í skógarviðburðastjórnun tókst vel
Fyrsta námskeiðið í „skógarviðburðastjórnun“ sem haldið er hérlendis fór fram í Hveragerði fyrir skömmu. Markmiðið með slíkum námskeiðum er að efla skógartengda fræðslu í landinu, hvetja til ýmissa viðburða í skógum landsins og fjölga þeim sem hafa þekkingu og færni til að skipuleggja og halda slíka viðburði. Næstu námskeið verða haldin á Akureyri 27. og 28. apríl.
09.04.2018