Elstu trjám heims fjölgað með vefjarækt
Með vefjarækt hefur tekist að klóna fjölda trjátegunda, þar á meðal elstu rauðviðartrén eða risafururnar sem vaxa á vesturströnd Norður-Ameríku. Vonir standa til að breiða megi aftur út rauðviðarskógana þannig að þeir geti á ný fóstrað fjölbreytileg vistkerfi á landi, í vötnum og í sjó. Aukin skógarþekja á jörðinni er nauðsynleg til að mannkynið geti áfram þrifist.
20.10.2016