Skrifað undir samstarfssamning um Þorláksskóga
Samningur um Þorláksskóga undirritaður í dag. Að honum standai Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Markmiðið er að græða upp land á Hafnarsandi og rækta þar skóga til að verjast náttúruvá, vernda byggð og til fjölbreyttra nytja. Stefnt er að því að fjármögnun verkefnisins og samningagerð verði lokið 1. júní á næsta ári.
26.10.2016