Lúpínan fóstrar mikið mófuglalíf
Tífalt fleiri fuglar þrífast á uppgræddu mólendi en á óuppgræddu landi. Í landi sem grætt hefur verið upp með alaskalúpínu er hlutfallið tuttugufalt. Landgræðsla eykur lífjölbreytileika dýrategunda og stækkar búsvæði fuglategunda sem fer hnignandi í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri grein sem birt er í rafræna tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences.
16.11.2016