Skáldkonan Gerður Kristný les úr verkum sínum í ljóðagöngu sem haldin verður í Hallormsstaðaskógi sunnudaginn 16. október. Fyrir norðan gefst hins vegar færi á að hlusta á Þórarin Eldjárn í Hánefsstaðareit.
Nýlega var haldin í Berlín ráðstefna International Poplar Commission (IPC). Þar kynntu tveir starfsmenn Mógilsár sögu alaskaaspar á Íslandi og íslenska asparrækt.
Biological Invasions: An Undesired Effect of Globalization PDF for download ...
Skógræktarfélag Reykjavíkur hélt námskeið um frætínslu laugardaginn 1. október. Þar jós Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, af viskubrunni sínum um tré og trjárækt og kenndi handtökin við frætínsluna. Hlynur Gauti Sigurðsson, nýráðinn starfsmaður Skógræktarinnar með aðsetur á Vesturlandi, gerði myndband um námskeiðið.
Skotveiðileyfi verða seld á átta svæðum í umsjón Skógræktarinnar þetta haustið, einum á Suðurlandi, fjórum á Norðurlandi og þremur á Austurlandi. Skotveiði er stranglega bönnuð á öðrum svæðum Skógræktarinnar.